Saturday, February 16, 2008

Í Danmörku

Í Danmörku, í Álaborg, var ég um jólin hjá veiku ömmu minni. Mamma var mest að sinna henni en ég var mest í tölvunni með Önnu frænku minni. Einu sinni þegar við vorum í tölvunni kom mamma hlaupandi upp grátandi og sagði að amma mín væri dáin og mamma hennar Önnu frænku minnar sem er bara níu ára.
En ég hitti afa minn tvisvar sinnum með Önnu og keypti málningardót og ég málaði mjög mikið. Þá meina ég flott. Anna gerði mjög flott líka og bróðir hennar á kærustu og hún er líka mjög góð að mála og við máluðum allan daginn. Síðan fórum við í bíó og sáum mynd sem hét töfrapressan/ fyrsta sinn í bíó í Danmörku.
Nú bráðum kemur afi minn til Íslands. Fyrrverandi maður ömmu minnar. Síðan fór ég í jarðarförina hjá ömmu og það voru blóm í röð og fyllti allan ganginn í kirkjunni. Samt var það ekki svo mikið að maður gæti ekki gengið um ganginn. Þetta var sama kirkja sem ég var skírð í. Við völdum pláss fyrir ömmu þar sem við gátum séð heimilið sitt. Hún flýgur örugglega marga hringi í kringum Ísland og Danmörku.
Síðan fór ég heim. Var ég ekki búin að segja ykkur að ég flaug alein og það var spænsk kona við hliðina á mér og hún sýndi mér bók með myndum frá Spáni. Ég sýndi henni passann minn og hún sýndi mér passann sinn og myndir af börnunum sínum. Ég fékk ekki mikla þjónustu, ég bað bara um eitt vatnsglas.
Svo hitti ég mömmu og við fórum á Burger king. Ég borðaði nagga og franskar með majonesi. Mjög gott. Síðan þegar ég var hjá afa mínum í annað skipti fengum við pönnukökur með sykri og sultu. Svo fórum við í fjársjóðsleik. Hann er snillingur í honum.
Nú ætla ég að segja ykkur í hvaða leik ég fór mest í með Önnu frænku. Það var sims 2 og svo var einhver bílaleikur og einhver leikskólaleikur. Þeir voru mjög skemmtilegir og við bjuggum til simsfjölskyldu sem var með fjórum börnum. Síðan bjuggum við til eina fjölskyldu sem var Barbie fjölskyldu, þar sem mamman hét Barbie og pabbinn Kenn, alveg eins og í Barbie. Þau áttu eina stelpu sem ég man ekki hvað hét. Síðan fórum við skrítið hús í sims þar sem voru þrír hommar og einn homminn var óléttur! Anna kunni leyniorð sem gaf henni 900 milljónir og við vorum svo gráðugar að eftir nokkra klukkutíma áttum við bara fjórar milljónir eftir.
Ég fór auðvitað með mömmu minni heim og Davíð vini mömmu minnar. Þegar við komum heim, sofnaði ég í bílnum vaknaði heima og fór að leika.
Daginn eftir fór ég auðvitað til pabba. Auðunn var hálf smeykur við mig þegar hann sótti mig. Mér fannst hann vera að hugsa "Hvar ertu búin að vera, systa?" og horfði á mig með mjög ljótu augnaráði. Hann er auðvitað löngu búinn að jafna sig, þessi litli kútur.

Wednesday, December 12, 2007

Alein í flugvél

23. desember árið 2007 gerist dálítið merkilegt. Ég fer alein í flugvél. Ég hef heyrt að maður fái alveg ofboðslega mikla athygli. Það er alltaf gaman að fara í flugvél og fá mikla athygli, en mamma mín fer 19. desember og ég verð í 15 daga og hún í 19 daga í Danmörku.

Ég hugsa mér að flugfreyjurnar fari fram og til baka og segi: er allt í lagi?, ertu svöng? Vantar þig eitthvað? Ég fæ leikfangatösku með mér og hún verður full af fjöri.

Saturday, October 20, 2007

Það sem ég er...

Ég er mjög skapstór.
Mér finnst mjög gaman að gera eitthvað merkilegt og komast að hlutum
Það sem mér finnst fyndið er svona eins og þegar vinkonur mínar labba inn í vitlaust sturtuherbergi í skólanum, en þeim fannst það ekkert skemmtilegt.
Eins finnst mér líka fyndið þegar eitthvað óvænt kemur í ljós, eins og þegar það er alveg þögn og þá heyrist allt í einu "förum við?" og öllum bregður.
Það sem mér finnst ekki skemmtilegt er þegar einhver vinkona mín segir kannski "þetta er mjög dónalegt" og mér finnst það ekki dónalegt. Svo líða nokkrir dagar þá segja þær það sama og ég sagði og ég segi að þetta sé mjög dónalegt og þá finnst henni það ekki allt í einu. Það sem mér finnst leiðinlegt þegar ég fer í frímínútur og vinkonur mínar segja "Elva komdu" eins og þær séu að skipa mér fyrir. Þá fæ ég ekki tíma til að gera það sem ég vil gera í frímínútunum.
Mér finnst blár vera flottur litur
Mér finnst nammi gott og uppáhaldsmaturinn minn er kjötsúpa.
Hver er ég þá?

Monday, September 24, 2007

Londonferðin

Nú ætla ég að segja ykkur frá Londonferðinni minni.
Fyrsta daginn þá fórum við frá Heathrow í neðanjarðarlest. Næst fórum við í leigubíl. Bílstjórinn sat hinu megin en við erum vön. Það var alveg stórkostlegt hótel og við vorum svo uppgefin að við fengum hótelkonuna til að gefa okkur kex og djús. Svo fórum við beinustu leið í háttinn.
Næsta dag fórum við í British museum og sáum múmíur og peningasafnið þar og þar mátti maður snerta alls konar hluti. Þar var handklæði sem var notað sem peningur í gamla daga. Svo fór ég og pabbi í búðina þar. Þar keyptum við risastóran súkkulaðigullpening og pabbi keypti litla silfurpeninga sem voru með kínverskum stöfum á. Svo fórum við á kaffihús í London, hehe. Í gamalli götu var það. Mér fannst ógeðsleg fýla í því. Þess vegna tók það mig langan tíma að velja mér hvað ég ætti að fá, en loksins valdi ég mér mozarellasalat og muffin. Ég spurði Heiðrúnu hvort henni langaði að kaupa múmíubox sem var í einni búð, úr ekta gulli. Þá fórum við heim á hótelið aftur. Svo löbbuðum við bara um miðborgina og vorum að skoða. Við fórum niður að ánni. Þar var kaffihús sem var skip. Mjög huggulegt. Þar komu skoðunarferðaskip. Þar var eitt kurteist skip sem veifaði okkur. Um kvöldið fórum við í grillveislu. Við fórum til gamals vinar hennar Heiðrúnar. Það var fullt af ungabörnum með og ég var alein stærst af krökkunum. Svo fórum við bara heim og að sofa.
Næsta dag vöknuðum við og fengum okkur bröns. Ég fékk mér crossaint og ristað brauð með sultu. Svo fórum við í tveggja hæða strætó. Það var sko gaman. Við sáum höllina, London eye, ólétta styttu og einhverja veislu, styttu af ljóni. Við sáum göngubrú sem mátti bara fara undir og styttu af engli. Svo fórum við til baka eftir að hafa fengið okkur pizzu. Um kvöldið fórum við á veitingahús í London. Það var maður sem sagði að þetta væri bara rétt hjá, en það var samt mjög langt, við löbbuðum og löbbuðum. Ég fékk mér svínarif og litli bróðir minn stal einu sem ég var búinn að naga af og fór að borða af einu og tók svo servíettu og þurrkaði sér á henni. Við tókum við leigubíl heim, alveg uppgefin.
Næsta dag vöknuðum við eldsnemma. Þá fórum við aftur niður í bæ í stærstu leikfangabúð í London. Þar voru heilar fimm hæðir og ein sér stelpudeild og build a bear búð. Hún var svo stór að það þurfti næstum heilan dag þar. Svo fórum við í bláan leigubíl. Ég hef aldrei lent í leigubíl sem þurfti að stoppa að fá sér bensín. Svo héldum við áfram á Heathrow og þaðan heim.
ENDIR

Saturday, March 24, 2007

Skólinn minn

Nú er ég búin að læra að lesa. Það er ekkert svo erfitt, maður þarf bara að æfa sig svolitið, þá finnst manni það skítlétt. En ég er ekki búin að læra að skrifa í alvörunni, en samt er ég er búin að læra að skrifa nafnið mitt og ég er líka búin að læra að skrifa það með skrifstöfum.

Friday, March 23, 2007

Ballett

Ég er að fara að dansa ballett í Borgarleikhúsinu. Það eru 5 dagar þangað til og ég get ekki beðið! Ég er búinn að vera að æfa mig í ballettskóla Eddu Scheving með Jónínu vinkonu minni og Ilmi og Álfrúnu. Við erum saman í skóla í Austurbæjarskóla.

Við erum búnar að vera að læra að vera stífar dúkkur, hoppa yfir polla í splittstökki, 1. position, því má aldrei gleyma þegar maður er að byrja að dansa.

Monday, December 11, 2006

11 dagar þangað til að ég fer til Danmerkur

22. þá gerist svolítið spennandi. Þá fer ég til útlanda og gettu hvert ég fer, ég fer til afa míns og ömmu sem búa úti í Álaborg sem er í Danmörku. Það er borg sem er mjög mjög skemmtilegar. Þar eru göngugötur. Það eru eins og venjulegar götur, nema að þær eru bara gangstéttar.

Ég mun sakna allra sem ég þekki hér á Íslandi, líka Íslands. Það er líka svo margt skemmtilegt á Íslandi. Til dæmis eru fjöll á Íslandi en engin fjöll í Danmörku. Það er svolítið leiðinlegt, en það eru fleiri skógar í Danmörku en á Íslandi.

Í dag setti ég skóinn minn út í glugga. Ég gerði reyndar svolítið skemmtilegt. Það skemmtilega var að ég á lítinn bróður sem er 6 mánaða í dag og ég setti skóinn hans út í glugga og ég vona að jólasveinninn gefi litla bróður mínum eitthvað í skóinn.